Útlendingar á ferðinni..

Það er svolítið athyglisvert í þessu sambandi að kannski eru það bara útlendingar sem eru að kaupa fasteignir á Íslandi þessa dagana. Krónan er lág gagnvart erlendum gjaldmiðlum, og fasteignaverð í lágmarki. Í föstum dálki í norska viðskiptablaðinu Dagens Næringsliv var nokkuð þekkt persóna úr norsku viðskipta og íþrottaífi - Erik Soler spurður nýlega hvernig hann myndi verja 10 norskum milljónum í dag ef hann fengi þær - bara sí sona. Hann svaraði óhikað að fjórum af þessum tíu myndi hann verja til að kaupa húsnæði í Reykjavík! þ einmitt með framangreindum rökum. Kannski er hér á ferðinni óumbeðin og dulin Marshallhjálp í slæmu ástandi á íslenskum fasteignamarkaði - eða bara enn ein hliðin á hvernig útlendingarnir geta lúmskt haft áhrif á þetta litla og varnarlausa hagkerfi okkar.
Ekki vil ég meina með þessu að erlendar fjárfestingar á íslenskum fasteignamarkaði séu neikvæðar, og þetta verðum við að fara að venja okkur við og hugsa svolítið um þegar við nú á vissum krafti stefnum inn í stórfjölskylduna EU, - og spyrð þú mig þá þyðir það heldur ekki endilega neitt vont fyrir okkar þjóð.
mbl.is Fjársterkir menn að kaupa húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Alla vega eru fjarsterkir aðilar að kaupa núna vegna þess að þeir sjá gróða í því síðar þegar ástandið réttir aftur við.

En svo er það umhugsunarefni að eitt erlent fyrirtæki sem hefur umsetningu svipað og íslenska ríkið (slík eru mörg til og þaðan af stærri) getur með peningalegri umsýslu hér á landi haft afgerandi áhrif á hag okkar og jafnvel sett ríkið á hausinn vegna þess hve lítið íslenska hagkerfið er. Þar með er ekki sagt að neitt fyrirtæki hafi slíkan áhuga, en möguleikinn er vissulega til staðar. 

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband