Tónleikar þessir í Laugardalnum eru frábært framtak frábærra listamanna til stuðnings mikilvægum málstað. Ég fylgdist með tónleikunum á National Geographic eins og svo magir aðrir sem ekki gátu heimsótt Ísland þessa helgi.
Sú staðreynd að yfir 30.000 manns hafi lagt leið sína í dalinn til að njóta tónanna og til stuðnings á málefninu er einnig frábært hjá fámennri þjóð. Lagasmíðar og boðskapur bæði Bjarkar og Sigur Rós vekja mikla athygli víða um heim þessa dagana. Nýasta plata Sigur Rós er ein mest selda plata beggja vegna Atlandshafsins síðustu viku og hefur sú plata fengið mikið hól i erlendri pressu. Björk hefur á hljómleikaferð sinni sagt hvað hún meinar um valdnýðslu og nýlendupólitík, og hennar áralanga barátta fyrir verndun náttúru Íslands hefur gert rödd hennar áhrifamikla nú þegar umhverfisvernd og auðlindanýting er á allra vörum.
Sigur Rós og Björk eru flottir sendiherrar og frúr sem þjóðin á að vera stolt af.
Það er síðan skondið að lesa línur sumra þeirra sem hér hafa skrifað á undan mér af sama tilefni. Þetta eru einhverskonar álverjar, sem ekki hafa nein rök í sínum penna annað en að svívirða fólk með ásökunum um eiturlyfjaneyslu og geðveiki !, og að folk eigi að leita sér læknis !? Annar álverji skrifar þó bara um "fríkað lið" en virðist þó sammála hinum ofstópanum.
Það hafa allir rétt á að bera fram sinn boðskap, Sumir hafa þá hæfileika að geta pakkað því inn í 6 tíma langa hljómleika á heimsmælikvarða, aðrir geta bara rakkað niður og svívirt. Ef að kalla á til lækni hér þá held ég viti hvert á að senda hann.
![]() |
Óður til náttúrunnar í Laugardal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.