Hroki Grikkja og meinntur stuðningur íslendinga.

Það fer frekar lítið fyrir heimsókn Geirs H.Haarde til Grikklands og Albaníu, en þar er ráðherran þessa dagana í opinberri heimsókn. Meira fer fyrir umræðunni um bruðl staðgengils Geirs, Þorgerðar Katrínar og dómgreindarleysis hennar við ákvörðun hennar um að skreppa si sona til Kína - aftur ! til að sjá einn handboltaleik.

En ferð Geirs til Grikklands hefði kannski átt að fá aðeins meiri athygli fjölmiðla. Þannig er að Grikkland hefur hafið heilmikla milliríkjadeilu við nágrannaland sitt, hið litla og nýja lýðveldið Makedóníu. Deilan ber keym af hroka stórþjóðarinnar sem skal knésetja lítinn nágranna - kosta hvað það kosta má. Og deilan, - jú hún snýst um nafnið Makedonia. Við upplausn gömlu Júgóslavíu í byrjun síðasta áratugar tók Makedónía upp gamla nafnið og kallaði sig Lyðveldið Makedónia. Við þessu brugðust Grikkir afar reiðilega og vildu meina að þeir ættu nafnið!? - en í norður Grikklandi liggur hérað sem heitir Makedónia. I rauninni var hér áður fyrr miklu stærra landsvæði sem hét Makedónia allt fra tímum Alexandres mikla. Á meðal íbúa Makedóníu er þetta mikið tilfinningamál. Lítil og ung þjóð sem er að byggja sig upp og reyna að komat i hóp Evrópuþjóða - þeir hafa sótt um inngöngu í NATO, og hyggjast sækja um aðild að EU, en allt þetta stoppa nú Grikkir og krefjast þess að landið breyti um nafn, annars muni þeir alltaf nota neitunarvald sitt í þessum félagssköpum Evrópskra þjóa.
Mér brá síðan þegar ég las yfirlýsingu fra forsætisráðherra Grikkja Costas Karamanlis eftir fund med Geir Haarde þar sem Geir Haarde á að hafa lýst yfir eindregnum stuðningi íslendinga við Grikki í deilu þessari. Hér er smáþjóðin og unga lýðveldið Ísland, sem alltaf hefur stutt aðrar smáþjóðir á alþjóðavettvangi í baráttu þeirra við meiri máttar, að styðja Grikki í hrokafenginni kröfu þeirra um að Makedónia skifti um nafn að því að þeir eigi nafnið!
Álíka og Finnland fengi ekki að kalla sig Finnland af því að það finnst hérað í Norður Noregi sem heitir Finnmörk.
Ég ætla að vona að hér sé einhver misskilningur á ferðinni sem hægt sé að leiðrétta, ég stórefast um að mál þetta hafi verið rætt í ríkisstjórninni og að þetta sé opinber afstaða íslands í þessari deilu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband