Tímaskekkja

Nú berast tíðindi um að það að tveir af burðarstólpum íslensks ferðaiðnaðar - Icelandair og Blá lónið séu að berjast í bökkum. Til þurfa að koma stóruppsagnir og hagræðingar af ýmsu tagi ef rekstur þessara fyrirtækja eigi að geta lifað af. Á sama tíma undirbúa fluguferðastjórar verkföll sem geta gefið þessum fyrirtækjum og öðrum náðarsprautuna. Þegar þessi tvö fyrirtæki sem eru í öndvegi þessa iðnaðar á Íslandi þurfa að herða ólina er öruggt að mörg önnur innan samma geira sjá fram á erfiða tíma. Einmitt þessvegna eru þessar aðgerðir flugumferðastjóra tímaskekkja, með fullri virðingu fyrir rétti launamannsins - verkfallssréttinum. En það er nú einu sinni svo að aðgerðir sem þessar sem flugumferðastjórar boða geta komið verst niður á þeim sjálfum þegar upp er staðið. Félagskapurinn hefur litla samúð meðal almennings við þessar aðgerðir, enda meintar til að skaða mest fyrirhuguð sumarfrí fólks, og í ofanálag verða til þess að til muni koma fjöldauppsagnir í ferðamálageiranum allmennt - þar sem erftitt verður að flytja fólk til og frá landinu, og seinkanir, aflýsanir og þarafleiðandi pirringur á medal ferðamanna á eftir að draga dilk á eftir sér.
mbl.is Með umfangsmestu uppsögnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband